Stefán spilar leikinn Counter-Strike mest, en hann keppir með liði NOCCO Dusty í leiknum. Dusty eru í harðri toppbaráttu í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike og eru ríkjandi deildarmeistarar.
Stefán hefur þrisvar sigrað titilinn með Dusty, en það voru árin 2020, 2021 og 2023. Stefán er 22 ára og hefur spilað leikinn frá ungum aldri.

Þess má þó geta að Stefán er ekki fyrsti rafíþróttamaðurinn til að sigra titil um íþróttamann ársins hjá félagi en Aron Þormar Lárusson náði árangrinum með Fylki árið 2020.