Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 19:30 Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til síns fyrsta fundar í dag frá því þau lýstu viðræður við SA árangurslausar á föstudag. Stöð 2/Arnar Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára Viðræðurnar strönduðu aftur á móti á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana. Forysta SA segir forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans. Sólveig Anna Jónsdóttir segir hugmyndir breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði samninga snúast um varnir fyrir launafólk en ekki að binda hendur Seðlabankns.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þetta af og frá. „Boltinn er auðvitað hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég vona að fólk þar jarðtengist aðeins og sjái að okkar kröfur eru skynsamlegar og góðar og báðum samningsaðilum fyrir bestu,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi í dag. „Þetta snýst um varnir fyrir launafólk en ekki það að binda Seðlabankann.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir þetta og segir mikla samstöðu ríkja um áherslur innan breiðfylkingarinnar. Seðlabankinn vinni eftir forsendum hvers tíma og spyrji ekki stéttarfélögin þegar hann hafi ítrekað gagnrýnt þau. „Við erum að meta okkar stöðu út frá mörgum vinklum. Það tekur tíma og það þarf að vanda til verka varðandi næstu skref. Hvort sem það verði við kjarasamningaborðið eða einhvers staðar annars staðar,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Viðræðurnar strönduðu aftur á móti á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana. Forysta SA segir forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans. Sólveig Anna Jónsdóttir segir hugmyndir breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði samninga snúast um varnir fyrir launafólk en ekki að binda hendur Seðlabankns.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þetta af og frá. „Boltinn er auðvitað hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég vona að fólk þar jarðtengist aðeins og sjái að okkar kröfur eru skynsamlegar og góðar og báðum samningsaðilum fyrir bestu,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi í dag. „Þetta snýst um varnir fyrir launafólk en ekki það að binda Seðlabankann.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir þetta og segir mikla samstöðu ríkja um áherslur innan breiðfylkingarinnar. Seðlabankinn vinni eftir forsendum hvers tíma og spyrji ekki stéttarfélögin þegar hann hafi ítrekað gagnrýnt þau. „Við erum að meta okkar stöðu út frá mörgum vinklum. Það tekur tíma og það þarf að vanda til verka varðandi næstu skref. Hvort sem það verði við kjarasamningaborðið eða einhvers staðar annars staðar,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47