Super Bowl í kvöld eða kannski frekar Taylor Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 12:00 Taylor Swift hvíslar í eyra kærasta síns Travis Kelce eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl. Getty/Patrick Smith Það er komið að þessu. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila í kvöld til úrslita um NFL-titilinn í leiknum sem er þekktur undir nafninu Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er stærsti íþróttaviðburður í Bandaríkjunum og þegar næstum öll bandaríska þjóðin fylgist með úrslitaleiknum í stærstu íþrótt þjóðarinnar með öllu því auka sem þessi leikur býður upp á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0tBHXgSgw4Q">watch on YouTube</a> Auglýsingarnar eru þær dýrustu og flottustu í bandarísku sjónvarpi og hálfleiksatriðið trekkir líka að. Svo er það auðvitað leikurinn sjálfur þar sem bestu lið tímabilsins keppast um meistaratitilinn. Í ár bætist við þennan risaleik að hann fer í fyrsta sinn fram í skemmtanaborginni Las Vegas með öllu sem því fylgir og svo eru það auðvitað Taylor Swift áhrifin. Swift er ekki aðeins ein allra stærsta tónlistarstjarna heimsins í dag heldur er hún kærasta eins besta leikmanns Kansas City Chiefs, innherjans Travis Kelce. View this post on Instagram A post shared by ESPN BET (@espnbet) Samband Swift og Kelce hefur haft mikil áhrif á áhugi á NFL deildinni í vetur þar sem aðdáendur Swift, sem hafa aldrei haft áhuga á NFL, fylgjast nú vel með vegna hennar. Swift hefur verið dugleg að mæta á leikina hjá Kansas City og mun mæta til Las Vegas eftir þrettán tíma flug frá Japan þar sem hún hélt fjóra tónleika í vikunni. Spámenn búast við enn meira áhorfi á leikinn vegna veru hennar á Allegiant leikvanginum í kvöld. Taylor hefur aldrei viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl en hún verður örugglega mikið í mynd á leiknum í kvöld. En aftur að leiknum sem er nú auðvitað aðalatriðið. Kansas City Chiefs vann titilinn í fyrra og getur orðið fyrsta liðið í tuttugu ár til að vinna tvö ár í röð. Chiefs getur jafnframt unnið sinn þriðja titil á aðeins fimm árum. San Francisco 49ers vann fimm titla á níunda og tíunda áratugnum á en það eru 29 ár síðan þeir urðu meistarar síðast. 49ers liðið hefur verið í Super Bowl ham frá fyrsta leik á tímabilinu en það kemur mörgum á óvart að Chiefs liðið sé þarna eftir að hafa litið ansi illa út um mitt tímabil. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Chiefs hefur vaxið ásmegin með hverjum leiknum frá því í desember og í úrslitakeppninni vann liðið frábæra útisigra á öflugum liðum Buffalo Bills og Baltimore Ravens. 49ers vann flotta sigra á Green Bay Packers og Detroit Lions á leið sinni í úrslitaleikinn. Það sem gerir þennan leik enn merkilegri er að liðin mættust líka í Super Bowl leiknum árið 2019. Þá vann Chiefs liðið 31-20 sigur eftir frábæra endurkomu þar sem liðið vann fjórða leikhlutann 21-0. Bara níu leikmenn úr hvoru liði eru enn með liðunum en báðir þjálfararnir, Andy Reid hjá Chiefs og Kyle Shanahan hjá 49ers, stýrðu liðunum líka þá. Patrick Mahomes var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins og Travis Kelce skoraði snertimark. View this post on Instagram A post shared by Get Up! (@getupespn) Stærstu stjörnur 49ers eins og hlauparinn Christian McCaffrey og leikstjórnandinn Brock Purdy voru ekki með liðinu þá, Purdy var einn í háskóla og McCaffrey spilaði þá með Carolina Panthers. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu og myndi væntanlega tryggja sér Hollywood mynd leiði hann liðið til sigurs. Mahomes getur aftur á móti haldið áfram að byggja upp afrekaskrá sína sem mögulega einn af bestu leikmönnum sögunnar. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. 10. febrúar 2024 10:00 Mikill meirihluti sérfræðinganna spáir Chiefs sigri Leikurinn um Ofurskálina fer fram í Las Vegas á sunnudagskvöldið og það lítur út fyrir að þeir sem fylgjast vel með hafi miklu meiri trú á öðru liðinu. 9. febrúar 2024 14:01 Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. 9. febrúar 2024 10:31 Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er stærsti íþróttaviðburður í Bandaríkjunum og þegar næstum öll bandaríska þjóðin fylgist með úrslitaleiknum í stærstu íþrótt þjóðarinnar með öllu því auka sem þessi leikur býður upp á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0tBHXgSgw4Q">watch on YouTube</a> Auglýsingarnar eru þær dýrustu og flottustu í bandarísku sjónvarpi og hálfleiksatriðið trekkir líka að. Svo er það auðvitað leikurinn sjálfur þar sem bestu lið tímabilsins keppast um meistaratitilinn. Í ár bætist við þennan risaleik að hann fer í fyrsta sinn fram í skemmtanaborginni Las Vegas með öllu sem því fylgir og svo eru það auðvitað Taylor Swift áhrifin. Swift er ekki aðeins ein allra stærsta tónlistarstjarna heimsins í dag heldur er hún kærasta eins besta leikmanns Kansas City Chiefs, innherjans Travis Kelce. View this post on Instagram A post shared by ESPN BET (@espnbet) Samband Swift og Kelce hefur haft mikil áhrif á áhugi á NFL deildinni í vetur þar sem aðdáendur Swift, sem hafa aldrei haft áhuga á NFL, fylgjast nú vel með vegna hennar. Swift hefur verið dugleg að mæta á leikina hjá Kansas City og mun mæta til Las Vegas eftir þrettán tíma flug frá Japan þar sem hún hélt fjóra tónleika í vikunni. Spámenn búast við enn meira áhorfi á leikinn vegna veru hennar á Allegiant leikvanginum í kvöld. Taylor hefur aldrei viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl en hún verður örugglega mikið í mynd á leiknum í kvöld. En aftur að leiknum sem er nú auðvitað aðalatriðið. Kansas City Chiefs vann titilinn í fyrra og getur orðið fyrsta liðið í tuttugu ár til að vinna tvö ár í röð. Chiefs getur jafnframt unnið sinn þriðja titil á aðeins fimm árum. San Francisco 49ers vann fimm titla á níunda og tíunda áratugnum á en það eru 29 ár síðan þeir urðu meistarar síðast. 49ers liðið hefur verið í Super Bowl ham frá fyrsta leik á tímabilinu en það kemur mörgum á óvart að Chiefs liðið sé þarna eftir að hafa litið ansi illa út um mitt tímabil. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Chiefs hefur vaxið ásmegin með hverjum leiknum frá því í desember og í úrslitakeppninni vann liðið frábæra útisigra á öflugum liðum Buffalo Bills og Baltimore Ravens. 49ers vann flotta sigra á Green Bay Packers og Detroit Lions á leið sinni í úrslitaleikinn. Það sem gerir þennan leik enn merkilegri er að liðin mættust líka í Super Bowl leiknum árið 2019. Þá vann Chiefs liðið 31-20 sigur eftir frábæra endurkomu þar sem liðið vann fjórða leikhlutann 21-0. Bara níu leikmenn úr hvoru liði eru enn með liðunum en báðir þjálfararnir, Andy Reid hjá Chiefs og Kyle Shanahan hjá 49ers, stýrðu liðunum líka þá. Patrick Mahomes var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins og Travis Kelce skoraði snertimark. View this post on Instagram A post shared by Get Up! (@getupespn) Stærstu stjörnur 49ers eins og hlauparinn Christian McCaffrey og leikstjórnandinn Brock Purdy voru ekki með liðinu þá, Purdy var einn í háskóla og McCaffrey spilaði þá með Carolina Panthers. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu og myndi væntanlega tryggja sér Hollywood mynd leiði hann liðið til sigurs. Mahomes getur aftur á móti haldið áfram að byggja upp afrekaskrá sína sem mögulega einn af bestu leikmönnum sögunnar. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. 10. febrúar 2024 10:00 Mikill meirihluti sérfræðinganna spáir Chiefs sigri Leikurinn um Ofurskálina fer fram í Las Vegas á sunnudagskvöldið og það lítur út fyrir að þeir sem fylgjast vel með hafi miklu meiri trú á öðru liðinu. 9. febrúar 2024 14:01 Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. 9. febrúar 2024 10:31 Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. 10. febrúar 2024 10:00
Mikill meirihluti sérfræðinganna spáir Chiefs sigri Leikurinn um Ofurskálina fer fram í Las Vegas á sunnudagskvöldið og það lítur út fyrir að þeir sem fylgjast vel með hafi miklu meiri trú á öðru liðinu. 9. febrúar 2024 14:01
Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. 9. febrúar 2024 10:31
Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01
Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01
Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31