Veðbankarnir stórtapa ef Kelce skorar í Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:00 Travis Kelce og Taylor Swift eftir sigur Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Hann skoraði snertimark í leiknum. Getty/Patrick Smith Yfirmenn veðbankanna í Bandaríkjunum verða á nálum þegar boltinn fer nálægt innherjanum Travis Kelce í Super Bowl leiknum í kvöld. Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NFL Ofurskálin Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NFL Ofurskálin Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira