Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, heilsast á kynningakvöldi fyrir Super Bowl leikinn í Las Vegas. AP/Matt York Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Ofurskálin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Ofurskálin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira