Ríkið er eins og 26 ára gömul Toyota Corolla „drusla“ en með Spotify
![„Hindranirnar eru svo helvíti margar. Stofnanir búa við úrelda tækni, úrelt verklag og úrelda ferla,“ sagði Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte.](https://www.visir.is/i/8669E4050B136FC015AADC8249003EDA02A3554B3F849E8F53126C4BE7609408_713x0.jpg)
Ríkið er eins og Toyota Corolla, 1998 módel, sem búið er að lappa upp á. Það hefur verið reynt að innleiða í hana nýja tækni, meðal annars tengja Spotify. „Málið er að þetta er alger drusla.“ Hættum að lappa upp á gamla bílinn og spyrjum frekar hvaða nýi bíll mætir þörfum okkar með öllu því sem nýir bílar hafa upp á að bjóða. „Rekum einfaldlega kerfi dagsins í dag en ekki gamla kerfið,“ sagði meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte.