Héldu fyrir munninn þegar eigin þjóðsöngur var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Chancel Mangulu Mbemba, leikmaður Kongó, sést hér halda fyrir munninn og setja tvo putta upp að gagnauganu þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Getty/Ulrik Pedersen Leikmenn landsliðs Kongó vöktu allir sem einn athygli á hryllilegu ástandi í heimalandinu þegar þeir spiluðu einn stærsta fótboltaleikinn í sögu þjóðarinnar i gærkvöldi. Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira