Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga minnkar. Í kvöldfréttum verður farið yfir hvaða áhrif þetta hefur á heimilin og Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ bregst við í beinni útsendingu.

Þá verður rætt við þrjár íslenskar konur sem eru nú staddar í Kaíró í Egyptalandi og björguðu palestínskri fjölskyldu af Gasa í gær. Þær segjast ætla að halda björgunaraðgerðum áfram.

Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag, meðal annars hjá fiskvinnslunni Vísi þar sem 130 starfsmönnum var sagt upp í gær. Þeir sem bjarga nú verðmætum segjast þurfa að vinna hratt enda tíminn naumur og skipulagið að þeirra mati hálf bjánalegt.

Við verðum í beinni útsendingu frá menningarhúsinu í Kópavogi, þar sem starfsmenn bæjarins vinna nú í að setja upp tímabundið skautasvell á meðan frost er mikið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×