Messi líður betur en lofar engu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi þurfti að svara fyrir það á blaðamannafundi af hverju hann spilaði ekki í leiknum í Hong Kong. Getty/Stephen Law Lionel Messi og Inter Miami sigla nú mikinn ólgusjó eftir að Messi spilaði ekki í æfingaleik liðsins í Hong Kong um helgina. Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira