Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. febrúar 2024 21:55 Fjölskyldusameiningar Palestínumanna stranda á Bjarna Benediktssyni að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, um stöðuna á fjölskyldusameiningum Palestínubúa á Íslandi í kvöldfréttum. Viðtalið hefst eftir eina mínútu og fimmtíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Vanti diplómatíska aðkomu úr utanríkisráðuneytinu Gætir þú varpað ljósi á það hver staðan er akkúrat núna og reynt að vera eins nákvæmur og þú getur? „Ég held í fyrsta lagi að það sé afskaplega mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að aðstoða fólkið til að koma hingað heim til Íslands. Þess vegna var mikilvægt að Útlendingastofnun setti fjölskyldusameiningar í forgang, í rauninni eitt Norðurlandanna því hin hafa ekki verið að samþykkja fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ingi segir fjölskyldusameiningar Palestínubúa á Íslandi stranda á utanríkisráðuneytinu. „Við höfum í félagsmálaráðuneytinu gengið frá því að Alþjóðafólksflutningastofnunin muni flytja fólkið heim frá Kairó í Egyptalandi, þaðan sem þau starfrækja sína starfstöð. En þetta strandar á landamærunum, strandar á því að fólk kemst ekki yfir landamærin. Þar þarf diplómatíska aðkoma og hana er eingöngu að finna í utanríkisráðuneytinu,“ sagði hann. „Þannig þetta kallar á aðkomu utanríkisráðuneytisins og ég veit að þau hafa verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að gera þetta. Mér finnst afskaplega brýnt að þessi mál fari að skýrast sem allra allra fyrst og við getum farið að aðstoða fólkið við að koma heima.“ Ætlar engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk Dómsmálaráðherra sagði í viðtali um helgina eitthvað á þá leið að það væri ekki búið að taka ákvörðun hvort það yrði yfir höfuð farið í að bjarga fólkinu og aukinheldur að þeim bæri engin lagaleg skylda til þess. Manni finnst eins og það séu pínu misvísandi skoðanir milli ólíkra ríkisstjórnarflokka. Hvað veldur? „Eins og ég segi, utanríkisráðuneytið hefur verið að skoða með hvaða hætti megi gera þetta. Ég legg ríka áherslu á það,“ sagði hann. „Ég ætla engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk í vanda við að komast heim. Þannig vonandi sjáum við þetta gerast allra fyrst. Ég hef lagt áherslu á það. Allt tilbúið mín megin og ég mun halda áfram að ýta á það að þetta geti gerst,“ sagði Guðmundur. Trúir á mennskuna í samstarfsfélögum sínum Þessi orðræða og tónn í Sjálfstæðisflokknum. Ertu bjartsýnn á að þau fari í þennan diplómatíska leiðangur? „Ég trúi á mennskuna í fólki og vonast til að við getum gengið í þetta sem allra allra fyrst og ættum auðvitað að vera búin að því nú þegar. Talandi um angist fólks sem þarf að horfa upp á sína nákomnustu í þeim aðstæðum sem þarna eru á Gasasvæðinu, sem hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. Ég held við séum öll þar að vilja reyna draga úr áhyggjum fólks,“ sagði Guðmundur. „Líka af því það skiptir máli að fólkið komi sem fyrst hingað. Til þess að við björgum sem flestum en líka vegna þess að þá er það ekki í eins slæmri andlegri stöðu eins og það annars væri eftir því sem það þarf að bíða lengur og lengur og sama á þá við um þau sem bíða eftir sínum fjölskyldumeðlimum hér heima,“ sagði hann. Það er ríkisstjórnarfundur á morgun. Ætlarðu að þrýsta á utanríkisráðherra eða yfir höfuð ræða þetta mál eitthvað á fundinum? „Þessi mál hafa verið rædd tvisvar sinnum í ráðherranefnd um útlendinga og flóttafólk og líka inni í ríkisstjórn. Þannig málin hafa verið á dagskrá og verða áfram á dagskrá,“ sagði Guðmundur að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, um stöðuna á fjölskyldusameiningum Palestínubúa á Íslandi í kvöldfréttum. Viðtalið hefst eftir eina mínútu og fimmtíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Vanti diplómatíska aðkomu úr utanríkisráðuneytinu Gætir þú varpað ljósi á það hver staðan er akkúrat núna og reynt að vera eins nákvæmur og þú getur? „Ég held í fyrsta lagi að það sé afskaplega mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að aðstoða fólkið til að koma hingað heim til Íslands. Þess vegna var mikilvægt að Útlendingastofnun setti fjölskyldusameiningar í forgang, í rauninni eitt Norðurlandanna því hin hafa ekki verið að samþykkja fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ingi segir fjölskyldusameiningar Palestínubúa á Íslandi stranda á utanríkisráðuneytinu. „Við höfum í félagsmálaráðuneytinu gengið frá því að Alþjóðafólksflutningastofnunin muni flytja fólkið heim frá Kairó í Egyptalandi, þaðan sem þau starfrækja sína starfstöð. En þetta strandar á landamærunum, strandar á því að fólk kemst ekki yfir landamærin. Þar þarf diplómatíska aðkoma og hana er eingöngu að finna í utanríkisráðuneytinu,“ sagði hann. „Þannig þetta kallar á aðkomu utanríkisráðuneytisins og ég veit að þau hafa verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að gera þetta. Mér finnst afskaplega brýnt að þessi mál fari að skýrast sem allra allra fyrst og við getum farið að aðstoða fólkið við að koma heima.“ Ætlar engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk Dómsmálaráðherra sagði í viðtali um helgina eitthvað á þá leið að það væri ekki búið að taka ákvörðun hvort það yrði yfir höfuð farið í að bjarga fólkinu og aukinheldur að þeim bæri engin lagaleg skylda til þess. Manni finnst eins og það séu pínu misvísandi skoðanir milli ólíkra ríkisstjórnarflokka. Hvað veldur? „Eins og ég segi, utanríkisráðuneytið hefur verið að skoða með hvaða hætti megi gera þetta. Ég legg ríka áherslu á það,“ sagði hann. „Ég ætla engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk í vanda við að komast heim. Þannig vonandi sjáum við þetta gerast allra fyrst. Ég hef lagt áherslu á það. Allt tilbúið mín megin og ég mun halda áfram að ýta á það að þetta geti gerst,“ sagði Guðmundur. Trúir á mennskuna í samstarfsfélögum sínum Þessi orðræða og tónn í Sjálfstæðisflokknum. Ertu bjartsýnn á að þau fari í þennan diplómatíska leiðangur? „Ég trúi á mennskuna í fólki og vonast til að við getum gengið í þetta sem allra allra fyrst og ættum auðvitað að vera búin að því nú þegar. Talandi um angist fólks sem þarf að horfa upp á sína nákomnustu í þeim aðstæðum sem þarna eru á Gasasvæðinu, sem hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. Ég held við séum öll þar að vilja reyna draga úr áhyggjum fólks,“ sagði Guðmundur. „Líka af því það skiptir máli að fólkið komi sem fyrst hingað. Til þess að við björgum sem flestum en líka vegna þess að þá er það ekki í eins slæmri andlegri stöðu eins og það annars væri eftir því sem það þarf að bíða lengur og lengur og sama á þá við um þau sem bíða eftir sínum fjölskyldumeðlimum hér heima,“ sagði hann. Það er ríkisstjórnarfundur á morgun. Ætlarðu að þrýsta á utanríkisráðherra eða yfir höfuð ræða þetta mál eitthvað á fundinum? „Þessi mál hafa verið rædd tvisvar sinnum í ráðherranefnd um útlendinga og flóttafólk og líka inni í ríkisstjórn. Þannig málin hafa verið á dagskrá og verða áfram á dagskrá,“ sagði Guðmundur að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18
Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57