Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 14:00 Rúnar Alex Rúnarsson er mættur til FC Kaupmannahafnar og sjálfsagt staðráðinn í að vinna sig inn í byrjunarlið danska stórveldisins. FCK/Gaston Szerman Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar. Danski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar.
Danski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira