Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gazasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandannna.

Við ræðum við dómsmálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Þá mætir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata í myndver og fer yfir hin umdeildu fjölskyldusameiningarmál.

Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta.

Við kíkjum einnig á UT Messuna í Hörpu, þar sem nýjustu uppfinningar íslenskra tæknifyrirtækja voru til sýnis, verðum í beinni frá upphitunarpartíi fyrir Norðurljósahlaup í Miðborginni og fylgjumst með borun eftir heitu vatni við bakka Ölfusár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×