Spilað á borðspil á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:30 Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is, sem stendur fyrir hátíðinni um helgina á Hvolsvelli. Sjálfur á hann 903 borðspil. Aðsend Mikil stemming er á Hvolsvelli um helgina þegar borðspil eru annars vegar því þar er hópur fólks komin saman til að spila allskonar borðspil og njóta samverunnar við hvert annað. Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend
Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira