Fótbolti

Nígería og Kongó fyrst í undan­úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ademola Lookman skoraði markið sem skaut Nígeríu í undanúrslit.
Ademola Lookman skoraði markið sem skaut Nígeríu í undanúrslit. Visionhaus/Getty Images

Nígería og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó urðu í kvöld fyrstu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta.

Nígeríumenn mættu Angóla í fyrri leik kvöldsins í átta liða úrslitum og höfðu þar betur, 1-0. Ademola Lookman skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu eftir frábæran undirbúning Moses Simon.

Þá vann Kongó nokkuð öruggan 3-1 sigur gegn Gíneu í seinni leik kvöldsins. Mohamed Bayo kom Gíneu í forystu eftir um tuttugu mínútna leik áður en Chancel Mbemba jafnaði metin fyrir Kongó stuttu síðar.

Yoane Wissa kom Kongó svo í forystu með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik, en það var Arthur Masuaku sem tryggði sigur liðsins með marki á 82. mínútu.

Kongó og Nígería eru það með á leið í undanúrslit, en Angóla og Gínea sitja eftir með sárt ennið. Nígería mætir annað hvort Grænhöfðaeyjum eða Suður-AFríku í undanúrslitum, en Kongó mætir Malí eða Fílabeinsströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×