„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:36 Arnar var líflegur á hliðarlínunni í dag sem endranær. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni. „Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
„Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira