Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 21:05 Veðrið er búið að vera brjálað á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag. Hviðurnar hafa náð upp í 36 metra á sekúndu og sitja farþegar fastir í flugvélinni sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 15:40 í dag. Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. „Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira