Þrír samverkandi þættir gætu leitt til þess að ferðamönnum fækki í ár
![Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snælands Grímssonar, og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF.](https://www.visir.is/i/1950CF3D23CB87F6610EABF5788D068CD51F753AFA4C7257C1C3AA4B3D73EA73_713x0.jpg)
Það eru ýmsar vísbendingar um að samdráttur sé í kortunum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa stigið fram og lýst yfir áhyggjum af þróuninni, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). „Það er ekki lögmál að hér fjölgi alltaf ferðamönnum,“ segir framkvæmdastjóri Snæland Grímssonar.