Fótboltamaður skotinn til bana í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 11:31 Sergio Jáuregui spilaði lengi Atlético San Luis Rey liðið. Fésbók/Atlético San Luis Rey Við heyrum hverja fréttina á fætur annarri um óöld og ofbeldi í Mexíkó og menn virðast hvergi vera öruggir, ekki einu sinni inn á fótboltavellinum. Knattspyrnumaðurinn Sergio Jáuregui var skotinn til bana þar sem hann var að spila fótbolta í Mexíkó. Este domingo, alrededor de las 11 am, Sergio Jauregui, exjugador de los Arroceros de Cuautla, fue víctima de una ejecución en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés en Cuautla, Morelos. La violencia continúa impactando nuestra entidad. #JusticiaParaSergio #Cuautla pic.twitter.com/niGHNpQL2U— Red Morelos Noticias (@RedMorelos_N) January 28, 2024 Hann var þarna að spila vináttulandsleik í hádeginu á sunnudegi. Atvikið varð í borginni Cuautla sem er suður af Mexíkóborg. Mexíkanskir miðlar hafa sagt frá atvikinu og hafa fengið atburðarásina frá vitnum. Jáuregui fór að fá sér vatn við bekkinn þegar byssumaður veittist að honum og skaut hann sex sinnum. Skotmaðurinn flúði síðan í burtu á mótorhjóli sem beið eftir honum við innganginn á vellinum. ULTIMAN A SERGIO JAUREGUI, EX JUGADOR DE ARROCEROS DE CUAUTLA El ex jugador del equipo Arroceros de Cuautla, Sergio Jauregui, fue privado de la vida mañana de este domingo en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés de ese municipio, durante un encuentro amistoso. Los pic.twitter.com/S6v23kcvFx— 24 Morelos (@24_morelos) January 28, 2024 Það voru viðbragðsaðilar á svæðinu en þeir áttu enga möguleika á því að bjarga Jáuregui sem lést strax af sárum sínum. Jáuregui spilaði lengi fyrir mexíkanska fótboltaliðið Arroceros de Cuautla sem er frá þessu sama svæði þar sem morðið var framið. Fyrrum félag hans, Atlético San Luis Rey, þar sem hann var lengi fyrirliði, hefur minnst hans á miðlum sínum. „Við hörmum andlát okkar fyrrum leikmanns og fyrirliða Sergio Jáuregui. Við vottum allri fjölskyldunni hans okkar dýpstu samúð. Við kunnum að meta hvernig þú varðir skjöldinn okkar og skildir allt eftir á vellinum í hverjum leik. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og hlut í sögu félagsins. Hvíldu í friði, vinur,“ sagði á síðu félagsins. Mexíkó Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Sergio Jáuregui var skotinn til bana þar sem hann var að spila fótbolta í Mexíkó. Este domingo, alrededor de las 11 am, Sergio Jauregui, exjugador de los Arroceros de Cuautla, fue víctima de una ejecución en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés en Cuautla, Morelos. La violencia continúa impactando nuestra entidad. #JusticiaParaSergio #Cuautla pic.twitter.com/niGHNpQL2U— Red Morelos Noticias (@RedMorelos_N) January 28, 2024 Hann var þarna að spila vináttulandsleik í hádeginu á sunnudegi. Atvikið varð í borginni Cuautla sem er suður af Mexíkóborg. Mexíkanskir miðlar hafa sagt frá atvikinu og hafa fengið atburðarásina frá vitnum. Jáuregui fór að fá sér vatn við bekkinn þegar byssumaður veittist að honum og skaut hann sex sinnum. Skotmaðurinn flúði síðan í burtu á mótorhjóli sem beið eftir honum við innganginn á vellinum. ULTIMAN A SERGIO JAUREGUI, EX JUGADOR DE ARROCEROS DE CUAUTLA El ex jugador del equipo Arroceros de Cuautla, Sergio Jauregui, fue privado de la vida mañana de este domingo en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés de ese municipio, durante un encuentro amistoso. Los pic.twitter.com/S6v23kcvFx— 24 Morelos (@24_morelos) January 28, 2024 Það voru viðbragðsaðilar á svæðinu en þeir áttu enga möguleika á því að bjarga Jáuregui sem lést strax af sárum sínum. Jáuregui spilaði lengi fyrir mexíkanska fótboltaliðið Arroceros de Cuautla sem er frá þessu sama svæði þar sem morðið var framið. Fyrrum félag hans, Atlético San Luis Rey, þar sem hann var lengi fyrirliði, hefur minnst hans á miðlum sínum. „Við hörmum andlát okkar fyrrum leikmanns og fyrirliða Sergio Jáuregui. Við vottum allri fjölskyldunni hans okkar dýpstu samúð. Við kunnum að meta hvernig þú varðir skjöldinn okkar og skildir allt eftir á vellinum í hverjum leik. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og hlut í sögu félagsins. Hvíldu í friði, vinur,“ sagði á síðu félagsins.
Mexíkó Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira