„Líður eins og mig sé að dreyma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 23:01 Conor Bradley fagnaði marki sínu í kvöld af mikilli innlifun. Vísir/Getty Hinn tvítugi Conor Bradley átti frábæran leik fyrir Liverpool gegn Chelsea í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína þar að auki. „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“ Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira