Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 14:58 Þessi refur lét fara vel um sig í Húsdýragarðinum og kærði sig kollóttan um það þó frændi hans vestur á fjörðum stæði í stórræðum. vísir/vilhelm Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum. Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum.
Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira