„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 12:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. „Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
„Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“