Fótbolti

For­seti La Liga telur lík­legt að Mbappé fari til Real Madrid

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé á enn eftir að taka ákvörðun um framtíð sína.
Kylian Mbappé á enn eftir að taka ákvörðun um framtíð sína. Catherine Steenkeste/Getty Images

Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, hefur blandað sér í umræðuna um það hvort franska stórstjarnarn Kylian Mbappé fari til Real Madrid frá Paris Saint-Germain.

Tebas sagði í viðtali í gær að hann teldi að það væru yfir helmingslíkur á því að Mbappé myndi enda hjá Real Madrid í sumar, en samningur framherjans við PSG rennur út í júní á þessu ári.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mbappés, enda verður hann að öllum líkindum stærsti bitinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína, en líklegast þykir að hann muni þurfa að velja á milli Real Madrid og PSG.

„Ég held að það séu góðar líkur á að hann komi,“ sagði Tebas. „Hann er 26 ára gamall og þetta veltur á Real Madrid og því hvað forseti félagsins er tilbúinn að veðja á. Real Madrid hlýtur að telja sig vera komið með stjörnu eftir að liðið fékk Jude Bellingham og Vinicus Junior er önnur stjarna. Ef leikmaðurinn vill fara til Real Madrid þá tel ég að það séu yfir fimmtíu prósent líkur á að það gerist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×