Fótbolti

Mark­vörður Kongó skaut Egypta út úr Afríkukeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Mpasi, markvörður Kongó, fagnar sigri liðsins í gær með því að hoppa upp á herðar liðsfélaga síns.
Lionel Mpasi, markvörður Kongó, fagnar sigri liðsins í gær með því að hoppa upp á herðar liðsfélaga síns. AP/Sunday Alamba

Stuðningsmenn Liverpool þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að Mohamed Salah fari aftur í Afríkukeppnina. Egyptar eru nefnilega úr leik í keppninni.

Egyptaland tapaði á móti Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í vítakeppni í sextán liða úrslitum keppninnar í gær.

Lionel Mpasi, markvörður Kongó, tryggði sínu liði sigurinn í vítakeppninni. Hann skoraði þá úr átjánda vítinu í vítaspyrnukeppninni.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Meschack Elia kom Kongó yfir en Mostafa Mohamed jafnaði úr víti.

Egyptar enduðu með tíu menn á vellinum eftir að Mohamed Hamdy fékk sitt annað gula spjald eftir sjö mínútna leik í framlengingunni.

Gabaski, markvörður Egypta, skaut í slána úr sínu víti og strax á eftir fór Mpasi á punktinn og tryggði Kongó sæti í átta liða úrslitunum.

Egyptar söknuðu Mohamed Salah í þessari keppni en hann meiddist snemma í mótinu. Egyptar náði ekki að vinna leik og eru óvænt á heimleið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó mun mæta Gíneu í átta liða úrslitum keppninnar á föstudaginn. Gínea vann 1-0 sigur á Miðbaugs-Gíneu í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×