Manchester United lenti í smávægilegum vandræðum í leiknum. Eftir að hafa komist snemma yfir jafnaði Newport í seinni hálfleik en mörk frá Antony og Rasmus Höjlund tryggðu að lokum 4-2 sigur.
Ten Hag kom færandi hendi og gaf Graham Coughlan, þjálfara Newport, vínflösku sem var sérvalin af Sir Alex Ferguson. Sir Alex er mikill vínunnandi og safnar fágætum flöskum, það sást þó ekki mjög greinilega hvað hann valdi fyrir þjálfarann.
„Þú veist að ég drekk ekki vín. Ég drekk Budweiser“ sagði Coughlan léttur í bragði.
„Í alvöru? Budweiser? Amerískan bjór?“ spurði Ten Hag þá undrandi á svip.
„Þetta er flott flaska. Sérvalin af Sir Alex. Kannski vill konan þín þetta, smakkaðu allavega. Þér mun líka vel“ bætti hann svo við.
🍷 #MUFC manager Erik ten Hag presented @NewportCounty boss Graham Coughlan with a bottle of red as he made his way out, after Utd’s 4-2 win in the @EmiratesFACup @bbcsport pic.twitter.com/Y6Y45UKwph
— Kris Temple (@kristemple) January 28, 2024
Myndband af atvikinu má sjá í X færslu Kris Temple, ljósmyndara BBC, hér að ofan. Birtist færslan ekki er ráð að endurhlaða síðuna.