Real Madrid ýtti Man. City úr toppsætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 12:31 Toni Kroos og félagar í Real Madrid enduðu í efsta sæti tekjulistans. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Real Madrid var það félag sem bjó til mestan pening í fótboltaheiminum á keppnistímabilinu 2022-23. Starfsmenn Deloitte hafa að venju tekið saman heildartekjur fótboltafélaga heimsins og það var breyting á toppsætinu í ár. Þetta er í 27. árið í röð sem fyrirtækið tekur saman listann. Real ýtti Manchester City úr toppsætinu milli ára. Talið er að stærstu félög heimsins hafi haft samtals 10,5 milljarða evra í tekjur á síðasta keppnistímabili sem er hækkun um fjórtán prósent. Deloitte Money League: Real Madrid overtake treble winners Manchester City to top table https://t.co/nvK7xqsHVZ— BBC News (UK) (@BBCNews) January 25, 2024 Spænska félagið hækkaði tekjur sínar um 118 milljónir evra milli ára og var því með 831 milljón evra í heildartekjur. 831 milljón evra er meira en 123 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smá upphæð. Real Madrid hefur ekki verið á toppnum á þessum lista í fimm ár en endurheimtir nú efsta sætið. Það munaði ekki miklu á efstu félögunum því Manchester City (826 milljónr evra) var fimm milljónum evra á eftir. Á eftir þeim komu síðan Paris Saint-Germain (802 milljónir evra), Barcelona (800 milljónir) og Manchester United (746 milljónir). Ensku félögin Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru öll inn á topp tíu listanum en það vekur líka athygli að bæði Newcastle og West Ham United eru fyrir ofan ítölsku meistarana í Napoli. Liverpool hrundi reyndar mest niður á listanum með tekjuhæstu félögunum því Liverpool datt úr þriðja sætinu niður í það sjöunda. Ástæðan er slæmt gengi, bæði í deildinni sem og í Evrópukeppninni. Turnover rankings in the 2022/2023 season by Deloitte. Serie A increasingly marginal: Juventus, which remains the richest in Italy, makes half as much as Real Madrid. [Tuttosport] #SerieA pic.twitter.com/m5C4igXIJG— Italian Football News (@footitalia1) January 25, 2024 Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Starfsmenn Deloitte hafa að venju tekið saman heildartekjur fótboltafélaga heimsins og það var breyting á toppsætinu í ár. Þetta er í 27. árið í röð sem fyrirtækið tekur saman listann. Real ýtti Manchester City úr toppsætinu milli ára. Talið er að stærstu félög heimsins hafi haft samtals 10,5 milljarða evra í tekjur á síðasta keppnistímabili sem er hækkun um fjórtán prósent. Deloitte Money League: Real Madrid overtake treble winners Manchester City to top table https://t.co/nvK7xqsHVZ— BBC News (UK) (@BBCNews) January 25, 2024 Spænska félagið hækkaði tekjur sínar um 118 milljónir evra milli ára og var því með 831 milljón evra í heildartekjur. 831 milljón evra er meira en 123 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smá upphæð. Real Madrid hefur ekki verið á toppnum á þessum lista í fimm ár en endurheimtir nú efsta sætið. Það munaði ekki miklu á efstu félögunum því Manchester City (826 milljónr evra) var fimm milljónum evra á eftir. Á eftir þeim komu síðan Paris Saint-Germain (802 milljónir evra), Barcelona (800 milljónir) og Manchester United (746 milljónir). Ensku félögin Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru öll inn á topp tíu listanum en það vekur líka athygli að bæði Newcastle og West Ham United eru fyrir ofan ítölsku meistarana í Napoli. Liverpool hrundi reyndar mest niður á listanum með tekjuhæstu félögunum því Liverpool datt úr þriðja sætinu niður í það sjöunda. Ástæðan er slæmt gengi, bæði í deildinni sem og í Evrópukeppninni. Turnover rankings in the 2022/2023 season by Deloitte. Serie A increasingly marginal: Juventus, which remains the richest in Italy, makes half as much as Real Madrid. [Tuttosport] #SerieA pic.twitter.com/m5C4igXIJG— Italian Football News (@footitalia1) January 25, 2024
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira