Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2024 09:02 Vilhjálmur Birgisson segir „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“ ástæðuna fyrir því að ekki hafi tekist að semja. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. „Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
„Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira