Sport

Hazard og boltastrákurinn sem hann sparkaði í hittust aftur 11 árum síðar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það lá betur á Hazard í dag en þegar þeir félagar hittust fyrir 11 árum síðan.
Það lá betur á Hazard í dag en þegar þeir félagar hittust fyrir 11 árum síðan. fotojet

Eden Hazard hitti Charlie Morgan í dag í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Hazard sparkaði í Morgan sem sinnti störfum sem boltasækir fyrir Swansea. 

Fyrri hittingur þeirra félaga var þann 23. janúar 2013 þegar Charlie var boltastrákur á vegum Swansea í leik gegn Chelsea, hann var tregur til að afhenda boltann sem varð til þess að Hazard sparkaði í síðu hans.

Charlie lá í grasinu þegar Hazard sparkaði í hann, lá svo þjáður eftir í nokkra stund og gekk loks af velli. Dómari leiksins, Chris Foy, sá engra annarra kosta völ en að gefa Hazard rauða spjaldið.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

Charlie átti síðar eftir að gera garðinn frægan fyrir umsvif í viðskiptum. Hann var á lista Sunday Times yfir 35 ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri.

Eden Hazard lagði skóna á hilluna í haust og sagði „kominn tími til að njóta lífsins og drekka nokkra bjóra.

Hann virtist sannarlega njóta lífsins þegar hann endurnýjaði kynnin við Charlie Morgan í dag. Það virtist þó vera eitthvað annað í glasinu en bjór. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×