Fótbolti

Fíla­beins­ströndin komst á­fram eftir allt saman

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hakim Ziyech skoraði sigurmark Marokkó gegn Sambíu.
Hakim Ziyech skoraði sigurmark Marokkó gegn Sambíu. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Malí, Suður-Afríka, Namibía, Marokkó og Kongó urðu síðust til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins í fótbolta. Alls fóru fjórir leikir fram í dag en aðeins eitt mark var skorað. Úrslit dagsins leiddu það í ljós að Fílabeinsströndin komst einnig áfram en þeir ráku þjálfara liðsins fyrr í dag vegna slæms árangurs á mótinu. 

Báðir lokaleikirnir í E-riðli Afríkumótsins enduðu með 0-0 jafntefli fyrr í dag. Malí og Suður-Afríka enduðu þar af leiðandi í efstu sætum riðilsins og halda áfram í 16-liða úrslit.

Namibía endaði í 3. sæti riðilsins, en stigafjöldi liðsins skilaði því einnig áfram í 16-liða úrslit, í fyrsta sinn í sögu Namibíu. 

Þau fjögur stigahæstu af sex liðum sem enduðu í 3. sæti halda áfram í 16-liða úrslit. 

Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Fílabeinsströndin verður eitt þeirra. Þeir ráku þjálfarann sinn fyrr í dag fyrir slæmt gengi á mótinu. 

Fílabeinsstrendingar þurftu að treysta á sigur Marokkó gegn Sambíu, sigur sem raungerðist, lokaniðurstaða 1-0 eftir mark Hakim Ziyech. 

Tansanía og Kongó mættust í hinum leik riðilsins og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Það eru því Marokkó og Kongó sem fara áfram í 16-liða úrslit en Sambía og Tansanía sitja eftir með sárt ennið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×