Fótbolti

Ráku þjálfarann þrátt fyrir að eiga enn góðan mögu­leika á 16-liða úr­slitum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
 Jean-Louis Gasset hefur þjálfað Fílabeinsströndina siðan 2022 og unnið 10 af 17 leikjum við stjórn.
Jean-Louis Gasset hefur þjálfað Fílabeinsströndina siðan 2022 og unnið 10 af 17 leikjum við stjórn. SIA KAMBOU / AFP)

Fílabeinsströndin hefur rekið þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir að hafa endað í 3. sæti A-riðils Afríkumótsins í kjölfar 4-0 taps gegn Miðbaugs-Gíneu á mánudag. 

Þetta var stærsti ósigur Fílabeinsstrandarinnar á heimavelli frá upphafi og í fyrsta sinn síðan 1984 sem gestgjafafþjóð Afríkumótsins tapar tveimur leikjum í riðlakeppninni, Fílabeinsströndin vann opnunarleik mótsins 2-0 gegn Gínea-Bissá en svo  lá 1-0 fyrir Nígeríu og 4-0 fyrir Miðbaugs-Gíneu. 

Fílabeinsströndin endaði því í 3. sæti riðilsins með 3 stig en Nígería og Miðbaugs-Gínea fóru beint áfram í 16-liða úrslit. Fílabeinsströndin á þó enn góðan möguleika á því að komast í 16-liða úrslit keppninnar. 

Fjögur stigahæstu 3. sætis liðin halda nefnilega áfram, ásamt tveimur liðum úr öllum sex riðlunum. Þeir eru hólpnir svo lengi sem Sambía vinnur ekki eða gerir jafntefli gegn Marokkó síðar í kvöld, en þeir síðarnefndu þykja mun sigurstranglegri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×