Íslensk djöflarokksplata seldist á 600 þúsund krónur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 09:44 Sveitin Flames of Hell er sveipuð dulúð. Einn þáttur í því er að ekki er til mynd af henni. Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlum nýverið að í desember hafi vínyleintak af plötunni Fire and Steel með íslensku djöflarokkssveitinni Flames of Hell selst á 4.175 dollara á vínylplötuvefsíðunni Discogs, en það nemur um 570 þúsund íslenskum krónum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu. Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu.
Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira