Umfjöllun: Frakkland - Ungverjaland 35-32 | Engin hjálp í Ungverjum og Ólympíudraumurinn úr sögunni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 18:25 Ungverjar voru alltaf skrefinu á eftir Frökkum í leik liðanna í milliriðli 1 á EM. getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta á ekki lengur möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París. Þetta var ljóst eftir sigur Frakklands á Ungverjalandi, 35-32, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í dag. Þar sem Íslendingum mistókst að vinna Austurríkismenn með fimm marka mun fyrr í dag þurftu þeir að treysta á að Ungverjar tækju stig af Frökkum. Það gekk ekki eftir og Ísland fer því ekki í forkeppni Ólympíuleikanna í mars. Tapið var líka dýrt fyrir Ungverjaland en með sigri hefði liðið enn átt möguleika á að komast í undanúrslit EM. Sá draumur Ungverja er úr sögunni en þeir mæta Slóvenum í leiknum um 5. sætið á mótinu. Frakkar eru hins vegar komnir í undanúrslit og mæta þar Svíum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Ungverjalands í leiknum í dag var Frakkland alltaf með töglin og haldirnar, þrátt fyrir að hafa að litlu að keppa. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Ungverjar jöfnuðu í 21-21 en frönsku Ólympíumeistararnir voru alltaf með stjórn á leiknum, þrátt fyrir að hafa ekki skorað í um tólf mínútur um miðbik leiksins. Franska liðið vann á endanum þriggja marka sigur, 35-32, í miklum markaleik. Nedim Remili var markahæstur Frakka með sjö mörk en Dika Mem skoraði sex. Bence Bánhidi og Miklós Rosta skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ungverja. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á ekki lengur möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París. Þetta var ljóst eftir sigur Frakklands á Ungverjalandi, 35-32, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í dag. Þar sem Íslendingum mistókst að vinna Austurríkismenn með fimm marka mun fyrr í dag þurftu þeir að treysta á að Ungverjar tækju stig af Frökkum. Það gekk ekki eftir og Ísland fer því ekki í forkeppni Ólympíuleikanna í mars. Tapið var líka dýrt fyrir Ungverjaland en með sigri hefði liðið enn átt möguleika á að komast í undanúrslit EM. Sá draumur Ungverja er úr sögunni en þeir mæta Slóvenum í leiknum um 5. sætið á mótinu. Frakkar eru hins vegar komnir í undanúrslit og mæta þar Svíum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Ungverjalands í leiknum í dag var Frakkland alltaf með töglin og haldirnar, þrátt fyrir að hafa að litlu að keppa. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Ungverjar jöfnuðu í 21-21 en frönsku Ólympíumeistararnir voru alltaf með stjórn á leiknum, þrátt fyrir að hafa ekki skorað í um tólf mínútur um miðbik leiksins. Franska liðið vann á endanum þriggja marka sigur, 35-32, í miklum markaleik. Nedim Remili var markahæstur Frakka með sjö mörk en Dika Mem skoraði sex. Bence Bánhidi og Miklós Rosta skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ungverja.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti