Bjarki með skilaboð til Sérsveitarinnar: „Erum gríðarlega þakklátir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 10:01 Bjarki Már Elísson og félagar fögnuðu innilega eftir sigurinn gegn Króötum. Vonandi fagna þeir einnig eftir leikinn við Austurríki í dag. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson stóð vel fyrir sínu í sigrinum góða á Króatíu, á EM í handbolta í fyrradag, og var þakklátur Sérsveitinni fyrir góðan stuðning. Nú er komið að ögurstundu hjá íslenska liðinu. Ljóst er að Ísland verður að vinna Austurríki í dag, helst með fimm marka mun, og takist það segir Bjarki menn geta gengið sátta frá mótinu, þó að rýna þurfi í hvernig liðið mætti til leiks á mótinu. „Bítur ekkert á Árbæinginn“ Ísland gæti þurft að spjara sig án nokkurra sterkra leikmanna í dag. Ljóst er að Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki með vegna meiðsla, og Ýmir Örn Gíslason tekur út leikbann. Í gærmorgun voru fjórir leikmenn liðsins auk þess veikir, þeir Ómar Ingi, Janus Daði, Kristján Örn og Óðinn Þór. „Það koma alltaf upp einhver veikindi en vonandi verða þau ekki fleiri. Við megum ekki við fleiri forföllum. En það bítur ekkert á Árbæinginn,“ sagði Bjarki, sem ólst upp í Árbæ, léttur í gærmorgun. Austurríkismenn hafa komið liða mest á óvart á EM en Íslandi gekk vel gegn þeim í vináttulandsleikjum fyrir mótið. „Við unnum þá nokkuð sannfærandi í þessum tveimur leikjum en samt var maður með þá tilfinningu að við ættum helling inni. En þeir eru hættir að koma á óvart. Þeir eru bara drulluöflugir, með gott skipulag og gera lítið af mistökum. Það er valinn maður í hverju rúmi en þeir spila dálítið mikið á sama liðinu þannig að vonandi getum við nýtt okkur það með því að keyra á þá,“ segir Bjarki. Klippa: Bjarki þakklátur fyrir stuðninginn Tókst með hjálp Sérsveitarinnar Sigurinn góði á Króötum í fyrradag ætti að gefa mönnum gott sjálfstraust og Bjarki var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Þar fór fremst í flokki Sérsveitin, stuðningsmannasveitin sem fylgt hefur strákunum okkar allan tímann í Þýskalandi. „Þetta var mjög sterkt því við hefðum auðveldlega getað brotnað við allt þetta mótlæti; Ómar og Janus dottnir út, Gísli meiðist og Ýmir fær rautt. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður og gefast upp. En við náðum að þétta okkur saman, með hjálp Sérsveitarinnar í stúkunni. Ég vil koma þökkum til þeirra. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum hérna. Þannig náðum við að koma til baka og vinna mjög sterkt lið Króata, og gefa okkur smá búst fyrir þennan lokaleik. Þau [í Sérsveitinni] eru alltaf öflug. Það er ekkert sjálfsagt að þau taki sér frí frá vinnu og fylgi okkur hérna í tvær vikur út allt mótið. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir það og vonandi getum við gefið þeim annan alvöru leik [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31 Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30 Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ljóst er að Ísland verður að vinna Austurríki í dag, helst með fimm marka mun, og takist það segir Bjarki menn geta gengið sátta frá mótinu, þó að rýna þurfi í hvernig liðið mætti til leiks á mótinu. „Bítur ekkert á Árbæinginn“ Ísland gæti þurft að spjara sig án nokkurra sterkra leikmanna í dag. Ljóst er að Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki með vegna meiðsla, og Ýmir Örn Gíslason tekur út leikbann. Í gærmorgun voru fjórir leikmenn liðsins auk þess veikir, þeir Ómar Ingi, Janus Daði, Kristján Örn og Óðinn Þór. „Það koma alltaf upp einhver veikindi en vonandi verða þau ekki fleiri. Við megum ekki við fleiri forföllum. En það bítur ekkert á Árbæinginn,“ sagði Bjarki, sem ólst upp í Árbæ, léttur í gærmorgun. Austurríkismenn hafa komið liða mest á óvart á EM en Íslandi gekk vel gegn þeim í vináttulandsleikjum fyrir mótið. „Við unnum þá nokkuð sannfærandi í þessum tveimur leikjum en samt var maður með þá tilfinningu að við ættum helling inni. En þeir eru hættir að koma á óvart. Þeir eru bara drulluöflugir, með gott skipulag og gera lítið af mistökum. Það er valinn maður í hverju rúmi en þeir spila dálítið mikið á sama liðinu þannig að vonandi getum við nýtt okkur það með því að keyra á þá,“ segir Bjarki. Klippa: Bjarki þakklátur fyrir stuðninginn Tókst með hjálp Sérsveitarinnar Sigurinn góði á Króötum í fyrradag ætti að gefa mönnum gott sjálfstraust og Bjarki var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Þar fór fremst í flokki Sérsveitin, stuðningsmannasveitin sem fylgt hefur strákunum okkar allan tímann í Þýskalandi. „Þetta var mjög sterkt því við hefðum auðveldlega getað brotnað við allt þetta mótlæti; Ómar og Janus dottnir út, Gísli meiðist og Ýmir fær rautt. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður og gefast upp. En við náðum að þétta okkur saman, með hjálp Sérsveitarinnar í stúkunni. Ég vil koma þökkum til þeirra. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum hérna. Þannig náðum við að koma til baka og vinna mjög sterkt lið Króata, og gefa okkur smá búst fyrir þennan lokaleik. Þau [í Sérsveitinni] eru alltaf öflug. Það er ekkert sjálfsagt að þau taki sér frí frá vinnu og fylgi okkur hérna í tvær vikur út allt mótið. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir það og vonandi getum við gefið þeim annan alvöru leik [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31 Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30 Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31
Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30
Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn