Sandberg gekk undir viðurnefninu Dagger og var söngvari Rednex, sem var stofnuð árið 1994.
Hljómsveitin er þekktust fyrir kántrípopplagið Cotton Eye Joe, sem flestir ættu að kannast við. Lagið er byggt á samnefndu amerísku þjóðlagi en óhætt er að segja að útgáfa Rednex sé sú frægasta.
Félagar Sandberg úr Rednex minntust hans á Instagram í dag.
„Rednex-fjölskyldan okkar verður aldrei söm. Þín verður sárt saknað [...]. Þetta er einn sorglegasti dagur í sögu Rednex. Dagger, við elskum þig,“ skrifa þeir á Instagram.
Í frétt Aftonbladet segir Dagger hafi gengið til liðs við sveitina árið 2001 en sagt skilið við sveitina aftur árið 2007. Hann sneri svo aftur árið 2009 og var virkur í sveitinni allt til dauðadags.