Þurfa líklega stóran sigur og aðstoð frá Afríku Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 08:01 Ólympíudraumurinn lifir vegna sigursins frábæra gegn Króötum. Ísland þarf aðra eins frammistöðu gegn Austurríki í dag. VÍSIR/VILHELM Líklegt er að Ísland þurfi og dugi fimm marka sigur gegn Austurríki á EM í handbolta í dag til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna. Ekki yrði þó hægt að fagna fyrr en eftir úrslitaleik á allt öðru móti, Afríkumótinu, á sunnudaginn. Úrslitin í milliriðli 2 féllu ekki með Íslandi í gær og því er útilokað að liðið þurfi ekki einhvers konar aðstoð annarra við að komast inn í undankeppni ÓL. Fimm marka sigur í dag gulltryggir að sú hjálp þurfi „aðeins“ að felast í því að Egyptaland verði Afríkumeistari á heimavelli á sunnudaginn, sem þykir mjög líklegt. Ef Egyptar komast ekki beint á ÓL með því að vinna mótið taka þeir sæti í undankeppni ÓL, á kostnað Evrópuþjóðar, vegna árangurs á síðasta HM. Staðan í milliriðli 1 fyrir lokaumferðina í dag. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki en ef Austurríki, Ungverjaland og Ísland verða jöfn ræður innbyrðis markatala stöðu þeirra. Fyrir leikinn í dag er Ungverjaland þar með +7, Austurríki +1 og Ísland -8.Vísir Þetta vitum við fyrir leik Íslands og Austurríkis, þann fyrsta í lokaumferð milliriðils 1 í dag: 15+ marka sigur Íslands tryggir liðinu að lágmarki 4. sæti í milliriðlinum, og dugar til 3. sætis ef að Ungverjar tapa svo fyrir Frökkum. Ef að Ísland nær 3. sætinu er liðið öruggt um sæti í undankeppni ÓL, burtséð frá því hvort Egyptaland verður Afríkumeistari. Endi liðið í 4. sæti þarf það að treysta á Egypta. 5-14 marka sigur Íslands tryggir 4. sæti í milliriðlinum, yfir Austurríki, og Ísland þyrfti svo að treysta á að Egyptaland verði Afríkumeistari á heimavelli á sunnudaginn, sem þykir mjög líklegt. 1-4 marka sigur Íslands dugar ekki til að enda fyrir ofan Austurríki ef Ungverjar tapa svo fyrir Frökkum. Þá verða Ungverjaland, Austurríki og Ísland með 4 stig hvert, í 3.-5. sæti, en Ísland myndi enda neðst þeirra vegna átta marka tapsins gegn Ungverjum og Ólympíudraumurinn væri úti. Ef Ungverjar myndu hins vegar EKKI tapa fyrir Frökkum yrði Ísland fyrir ofan Austurríki og kæmist þá í undankeppni ÓL ef Egyptar yrðu Afríkumeistarar. Jafntefli eða tap þýðir að Ólympíudraumurinn sé úti. Mögulega þarf Snorri Steinn þjálfari að koma skilaboðum til sinna manna þegar líður á leik í dag, um að taka sénsa til að freista þess að ná fimm marka sigri.VÍSIR/VILHELM Egyptar á réttri braut Á Afríkumótinu hafa Egyptar verið sannfærandi og spila í undanúrslitum geng Túnis á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Grænhöfðaeyjar og Alsír. Úrslitaleikurinn er á sunnudaginn. EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland hefur verið í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Eftir lokaumferðina í milliriðli 2 í gær getur Ísland ekki náð sama stigafjölda og Slóvenía og Portúgal náðu. Því er eina leiðin til að enda ofar en þau á mótinu sá langsótti möguleiki sem nefndur var að ofan, að Ísland endi í 3. sæti síns milliriðils. Þá myndi liðið spila um 5. sæti mótsins við Slóveníu, enda fyrir ofan Portúgal og Austurríki, og vera öruggt um sæti í undankeppni ÓL. Slóvenía og Portúgal enduðu með meiri stigafjölda en Ísland getur náð, í 3. og 4. sæti milliriðils 2. Eina von Íslands til að enda ofar en þau á mótinu er því að ná 3. sæti milliriðils 1, og þá myndi liðið raunar spila um 5. sæti mótsins við Slóveníu. Ekki er spilað um 7. sæti mótsins heldur horft til stigafjölda liðanna sem urðu í 4. sæti í milliriðlunum.Vísir Ísland getur komið í veg fyrir fíaskó í kvöld Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá væri Króatía endanlega örugg um sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með yrði komið í veg fyrir það fíaskó að Króatar gætu grætt á tapi gegn Þýskalandi í kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Eina leiðin til að Króatar missi af undankeppni ÓL er að Austurríki komist á ÓL sem Evrópumeistari (eða efsta lið á eftir Dönum og Frökkum) og Egyptar verði ekki Afríkumeistarar. Hvað tekur við ef Ísland nær markmiðinu? Ef Íslendingum verður að ósk sinni spila þeir í undankeppni Ólympíuleikanna sem fer fram 14.-17. mars. Spilað er í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli inn á Ólympíuleikana í París. Liðin sem eru örugg inn í undankeppnina eru Spánn, Noregur, Barein, Brasilía, Svíþjóð, Þýskaland, Ungverjaland og Egyptaland, en fjögur síðastnefndu liðin eiga enn möguleika á að sleppa við undankeppnina og komast beint á ÓL. EM og Afríkumótið gefa eitt öruggt sæti þar hvort mót. Frakkland, Danmörk, Japan og Argentína eru búin að tryggja sig inn á Ólympíuleikana en átta sæti eru laus. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir EM búið hjá Gísla og veikindi herja á liðið Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki meira með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta. 23. janúar 2024 09:40 Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. 23. janúar 2024 10:01 Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Slóvenar leika um fimmta sæti eftir sigur gegn Dönum Slóvenía mun leik um fimmta sæti Evrópumótsins í handbolta eftir óvæntan þriggja marka sigur gegn heimsmeisturum Danmerkur í dag, 28-25. 23. janúar 2024 18:32 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Úrslitin í milliriðli 2 féllu ekki með Íslandi í gær og því er útilokað að liðið þurfi ekki einhvers konar aðstoð annarra við að komast inn í undankeppni ÓL. Fimm marka sigur í dag gulltryggir að sú hjálp þurfi „aðeins“ að felast í því að Egyptaland verði Afríkumeistari á heimavelli á sunnudaginn, sem þykir mjög líklegt. Ef Egyptar komast ekki beint á ÓL með því að vinna mótið taka þeir sæti í undankeppni ÓL, á kostnað Evrópuþjóðar, vegna árangurs á síðasta HM. Staðan í milliriðli 1 fyrir lokaumferðina í dag. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki en ef Austurríki, Ungverjaland og Ísland verða jöfn ræður innbyrðis markatala stöðu þeirra. Fyrir leikinn í dag er Ungverjaland þar með +7, Austurríki +1 og Ísland -8.Vísir Þetta vitum við fyrir leik Íslands og Austurríkis, þann fyrsta í lokaumferð milliriðils 1 í dag: 15+ marka sigur Íslands tryggir liðinu að lágmarki 4. sæti í milliriðlinum, og dugar til 3. sætis ef að Ungverjar tapa svo fyrir Frökkum. Ef að Ísland nær 3. sætinu er liðið öruggt um sæti í undankeppni ÓL, burtséð frá því hvort Egyptaland verður Afríkumeistari. Endi liðið í 4. sæti þarf það að treysta á Egypta. 5-14 marka sigur Íslands tryggir 4. sæti í milliriðlinum, yfir Austurríki, og Ísland þyrfti svo að treysta á að Egyptaland verði Afríkumeistari á heimavelli á sunnudaginn, sem þykir mjög líklegt. 1-4 marka sigur Íslands dugar ekki til að enda fyrir ofan Austurríki ef Ungverjar tapa svo fyrir Frökkum. Þá verða Ungverjaland, Austurríki og Ísland með 4 stig hvert, í 3.-5. sæti, en Ísland myndi enda neðst þeirra vegna átta marka tapsins gegn Ungverjum og Ólympíudraumurinn væri úti. Ef Ungverjar myndu hins vegar EKKI tapa fyrir Frökkum yrði Ísland fyrir ofan Austurríki og kæmist þá í undankeppni ÓL ef Egyptar yrðu Afríkumeistarar. Jafntefli eða tap þýðir að Ólympíudraumurinn sé úti. Mögulega þarf Snorri Steinn þjálfari að koma skilaboðum til sinna manna þegar líður á leik í dag, um að taka sénsa til að freista þess að ná fimm marka sigri.VÍSIR/VILHELM Egyptar á réttri braut Á Afríkumótinu hafa Egyptar verið sannfærandi og spila í undanúrslitum geng Túnis á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Grænhöfðaeyjar og Alsír. Úrslitaleikurinn er á sunnudaginn. EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland hefur verið í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Eftir lokaumferðina í milliriðli 2 í gær getur Ísland ekki náð sama stigafjölda og Slóvenía og Portúgal náðu. Því er eina leiðin til að enda ofar en þau á mótinu sá langsótti möguleiki sem nefndur var að ofan, að Ísland endi í 3. sæti síns milliriðils. Þá myndi liðið spila um 5. sæti mótsins við Slóveníu, enda fyrir ofan Portúgal og Austurríki, og vera öruggt um sæti í undankeppni ÓL. Slóvenía og Portúgal enduðu með meiri stigafjölda en Ísland getur náð, í 3. og 4. sæti milliriðils 2. Eina von Íslands til að enda ofar en þau á mótinu er því að ná 3. sæti milliriðils 1, og þá myndi liðið raunar spila um 5. sæti mótsins við Slóveníu. Ekki er spilað um 7. sæti mótsins heldur horft til stigafjölda liðanna sem urðu í 4. sæti í milliriðlunum.Vísir Ísland getur komið í veg fyrir fíaskó í kvöld Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá væri Króatía endanlega örugg um sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með yrði komið í veg fyrir það fíaskó að Króatar gætu grætt á tapi gegn Þýskalandi í kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Eina leiðin til að Króatar missi af undankeppni ÓL er að Austurríki komist á ÓL sem Evrópumeistari (eða efsta lið á eftir Dönum og Frökkum) og Egyptar verði ekki Afríkumeistarar. Hvað tekur við ef Ísland nær markmiðinu? Ef Íslendingum verður að ósk sinni spila þeir í undankeppni Ólympíuleikanna sem fer fram 14.-17. mars. Spilað er í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli inn á Ólympíuleikana í París. Liðin sem eru örugg inn í undankeppnina eru Spánn, Noregur, Barein, Brasilía, Svíþjóð, Þýskaland, Ungverjaland og Egyptaland, en fjögur síðastnefndu liðin eiga enn möguleika á að sleppa við undankeppnina og komast beint á ÓL. EM og Afríkumótið gefa eitt öruggt sæti þar hvort mót. Frakkland, Danmörk, Japan og Argentína eru búin að tryggja sig inn á Ólympíuleikana en átta sæti eru laus. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir EM búið hjá Gísla og veikindi herja á liðið Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki meira með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta. 23. janúar 2024 09:40 Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. 23. janúar 2024 10:01 Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Slóvenar leika um fimmta sæti eftir sigur gegn Dönum Slóvenía mun leik um fimmta sæti Evrópumótsins í handbolta eftir óvæntan þriggja marka sigur gegn heimsmeisturum Danmerkur í dag, 28-25. 23. janúar 2024 18:32 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
EM búið hjá Gísla og veikindi herja á liðið Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki meira með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta. 23. janúar 2024 09:40
Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. 23. janúar 2024 10:01
Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17
Slóvenar leika um fimmta sæti eftir sigur gegn Dönum Slóvenía mun leik um fimmta sæti Evrópumótsins í handbolta eftir óvæntan þriggja marka sigur gegn heimsmeisturum Danmerkur í dag, 28-25. 23. janúar 2024 18:32