Meiðsli Salah alvarlegri en áður var talið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 17:46 Mohamed Salah verður líklega ekki meira með Egyptum á Afríkumótinu og hann gæti misst af allt að sex leikjum með Liverpool. MB Media/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool og egypska landsliðsins í knattspyrnu, missir að öllum líkindum af því sem eftir er af Afríkumótinu eftir að hafa orðið fyrir vöðvameiðslum í leik gegn Gana á dögunum. Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira