Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum
![Sameinað félag myndi velta um 80 milljörðum króna á ári og væri með 150 útsölustaði.](https://www.visir.is/i/D2E9808D35E01B80E5E7478A7BBE9252A882DEDA45A8EFED2313C877FE2A4F18_713x0.jpg)
Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8A5E8A45C790E02430EF8DC8F55B58474F6A088EEA60D156B60458B332A601AD_308x200.jpg)
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir
Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf.
![](https://www.visir.is/i/712E20C03F2D22F6FFC69BFCE8A9DCA9BDFFB82208E5CCD8799127F7F16F223B_308x200.jpg)
Selja allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingafélaginu Streng
Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins.
![](https://www.visir.is/i/8A5E8A45C790E02430EF8DC8F55B58474F6A088EEA60D156B60458B332A601AD_308x200.jpg)
Verslunarrekstur Orkunnar seldur til Heimkaupa og Gréta María ráðin forstjóri
Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.
![](https://www.visir.is/i/02B8AA420D93B8FA28D2C6C8ECE3B0617DC3A8430D84D4B3F4902EE96D2D88F2_308x200.jpg)
SKEL tókst að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon
Tekist hefur að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon sem einkenndi rekstur þeirra að ákveðnu leyti á meðan fyrirtækin voru samofin, sagði Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður SKELJAR fjárfestingarfélags.