Nær fullkominn hálfleikur bjargaði mögulega Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 13:31 Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Vilhelm Það var nóg af flottum tölum hjá strákunum okkar í seinni hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær. Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn