„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2024 20:27 Sólveig Anna segir kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka Atvinnulífsins í viðkvæmri stöðu. Hún segir kröfu breiðfylkingarinnar skýra. Vísir/Arnar Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira