Handbolti

Samfélagsmiðlar um leik Ís­lands gegn Króatíu: Rikki Gjé maðurinn bak­við sigurinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það heyrðist vel í íslensku aðdáendunum í Köln en raddir þeirra ómuðu einnig á samfélagsmiðlum.
Það heyrðist vel í íslensku aðdáendunum í Köln en raddir þeirra ómuðu einnig á samfélagsmiðlum. VÍSIR/VILHELM

Íslenska landsliðið vann Króatíu með fimm marka mun í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 35-30 eftir frábæran seinni hálfleik Íslands. Aðdáendur íslenska landsliðsins rýndu í leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum.

Menn voru mishressir og bjartsýnir fyrir leik.

Björgvin Páll steig inn í markið eftir að Viktori Gísla tókst ekki að verja neitt fyrstu átta skotanna sem hann fékk á sig.

Ísland og varnarleikur?

Ýmir Örn fékk að líta rautt spjald fyrir kjaftshögg á Zvonomir Srna.

Kristján Örn fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu í dag í fjarveru Janusar Daða og Ómars Arnar. Hann skoraði strax og átti skot í stöng í næstu sókn. 

Bjarki Már byrjaði leikinn vel og skoraði úr 3/3 skotum en eftir markvarðaskipti skoraði hann ekki meir í fyrri hálfleiknum.

Aron Pálmarsson spilaði virkilega vel. 

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði annað mark með skoti fyrir aftan bak og jafnaði leikinn 19-19 snemma í seinni hálfleik

Ísland vann að endingu fimm marka sigur, Björgvin Páll Gústavsson varði frábærlega í seinni hálfleik og liðið sýndi góðan sóknarleik. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit en Ólympíudraumurinn lifir enn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×