Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 08:20 Svandís felur óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf um mögulegt uppgjör. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Það er í samræmi við niðurstöðu umboðsmanns en hann beinir ekki sérstökum tilmælum um úrbætur til mín, umfram það að hafa sjónarmiðin sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar,“ segir Svandís í yfirlýsingu sinni. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, sagði um helgina flokkinn í viðbragðsstöðu og að viðbrögð VG geti breytt miklu um pólitíska stöðu. Þing kemur saman í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. Hildur sagði um helgina að flokkurinn myndi ræða viðbrögð sína þegar VG væri búið að bregðast frekar við áliti umboðsmanns. Bregst engu að síður við Svandís segir í yfirlýsingu sinni að þótt svo að samkvæmt lögfræðilegu áliti sé ekki tilefni til sérstakra viðbragða hafi hún „engu að síður“ þó ákveðið að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Sá álitsgjafi verður jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum. Þá ætlar hún einnig að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. „Ég gríp til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi,“ segir Svandís í færslu sinni. Álitið mikið umhugsunarefni Þar segir hún álitið hafa verið henni mikið umhugsunarefni, sem stjórnmálamanns og embættismanns. „Það er hverjum ráðherra þungbært þegar álit umboðsmanns leiðir í ljós að ráðstafanir séu ekki eins og best verður á kosið. Í þessu tilviki að útgáfa reglugerðar um hvalveiðar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum eins og atvikum var háttað í júní. Einnig að aðdragandi og undirbúningur reglugerðarinnar hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf,“ segir hún og að baki reglugerðar hennar hafi ekki verið illur ásetningur. „Mér gekk ekkert annað til en að fara að lögum og þar á meðal og ekki síst mikilvægum lögum frá 2013 um að okkur beri að koma vel fram við dýr,“ segir Svandís og að hún hafi verið í þröngri stöðu bæði hvað varðar tíma og rúm. Hún hafi fengið álit fagráðs um dýravelferð þar sem kom fram að veiðar á hval gætu ekki samræmst dýravelferðarlögum. Þá hafi hún falið ráðuneytinu að gera tillögur að viðbrögðum. „Ég fór þá að öllu leyti að ráðgjöf ráðuneytisins og undirritaði reglugerð um frestun á upphafi vertíðarinnar þar sem unnt væri að nýta tímann til að m.a. kanna tillögur leyfishafans um það hvort og þá hvernig bæta mætti framkvæmdina. Ég hef ekki enn heyrt þá rödd sem telur að það sé réttlætanlegt að stunda ómannúðlegar veiðar á hvölum. Og umboðsmaður tekur raunar undir það að málefnalegt geti verið að líta til sjónarmiða um dýravelferð við reglusetningu á grundvelli hvalveiðilaganna. En nú er álit umboðsmanns komið fram og ég hlusta á þau sjónarmið sem þar koma fram og tek þau til mín,“ segir Svandís í færslunni sem er hægt að lesa hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 8:57 þann 22.1.2024. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir Svandís Svavarsdóttir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Það er í samræmi við niðurstöðu umboðsmanns en hann beinir ekki sérstökum tilmælum um úrbætur til mín, umfram það að hafa sjónarmiðin sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar,“ segir Svandís í yfirlýsingu sinni. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, sagði um helgina flokkinn í viðbragðsstöðu og að viðbrögð VG geti breytt miklu um pólitíska stöðu. Þing kemur saman í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. Hildur sagði um helgina að flokkurinn myndi ræða viðbrögð sína þegar VG væri búið að bregðast frekar við áliti umboðsmanns. Bregst engu að síður við Svandís segir í yfirlýsingu sinni að þótt svo að samkvæmt lögfræðilegu áliti sé ekki tilefni til sérstakra viðbragða hafi hún „engu að síður“ þó ákveðið að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Sá álitsgjafi verður jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum. Þá ætlar hún einnig að fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins. „Ég gríp til þessara skýru viðbragða í ljósi þess að mikilvægt er að stjórnvöld beri virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþingis gegnir mikilvægu hlutverki í eftirliti með stjórnsýslu ríkisins í okkar lýðræðissamfélagi,“ segir Svandís í færslu sinni. Álitið mikið umhugsunarefni Þar segir hún álitið hafa verið henni mikið umhugsunarefni, sem stjórnmálamanns og embættismanns. „Það er hverjum ráðherra þungbært þegar álit umboðsmanns leiðir í ljós að ráðstafanir séu ekki eins og best verður á kosið. Í þessu tilviki að útgáfa reglugerðar um hvalveiðar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum eins og atvikum var háttað í júní. Einnig að aðdragandi og undirbúningur reglugerðarinnar hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf,“ segir hún og að baki reglugerðar hennar hafi ekki verið illur ásetningur. „Mér gekk ekkert annað til en að fara að lögum og þar á meðal og ekki síst mikilvægum lögum frá 2013 um að okkur beri að koma vel fram við dýr,“ segir Svandís og að hún hafi verið í þröngri stöðu bæði hvað varðar tíma og rúm. Hún hafi fengið álit fagráðs um dýravelferð þar sem kom fram að veiðar á hval gætu ekki samræmst dýravelferðarlögum. Þá hafi hún falið ráðuneytinu að gera tillögur að viðbrögðum. „Ég fór þá að öllu leyti að ráðgjöf ráðuneytisins og undirritaði reglugerð um frestun á upphafi vertíðarinnar þar sem unnt væri að nýta tímann til að m.a. kanna tillögur leyfishafans um það hvort og þá hvernig bæta mætti framkvæmdina. Ég hef ekki enn heyrt þá rödd sem telur að það sé réttlætanlegt að stunda ómannúðlegar veiðar á hvölum. Og umboðsmaður tekur raunar undir það að málefnalegt geti verið að líta til sjónarmiða um dýravelferð við reglusetningu á grundvelli hvalveiðilaganna. En nú er álit umboðsmanns komið fram og ég hlusta á þau sjónarmið sem þar koma fram og tek þau til mín,“ segir Svandís í færslunni sem er hægt að lesa hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 8:57 þann 22.1.2024.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59