Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:00 Haukur Þrastarson átti eftirminnilega innkomu gegn Frökkum. vísir/vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00
Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16