Útskýra fjarveru Gylfa: „Aðstæður í Danmörku ekki ákjósanlegar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby í haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Getty/Lars Ronbog Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið útskýrir af hverju íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki æft með liðinu undanfarnar vikur. Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við. Danski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við.
Danski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira