Þórsarar áfram í toppslagnum eftir sigur gegn Breiðablik Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 20:06 Allee og Wnkr mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport
Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport