Åge Hareide með nýjan samning: „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 09:25 Age Hareide Vísir/Vilhelm Åge Hareide verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við Norðmanninn. Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira