Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:33 Síma- og netsamband gæti farið fram í gegn um gervihnetti ef Ísland tekur þátt í verkefninu. NASA Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel. Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum