Fótbolti

Fjórði febrúar 2024 stór dagur fyrir gest­gjafa HM 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Victor Montagliani, forseti CONCACAF, bregða á leik í New York en þrjár þjóðir úr knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku hýsa næstu heimsmeistarakeppni.
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Victor Montagliani, forseti CONCACAF, bregða á leik í New York en þrjár þjóðir úr knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku hýsa næstu heimsmeistarakeppni.

Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að gefa út leikjadagskrána fyrir næstu heimsmeistarakeppni karla 4. febrúar næstkomandi.

HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir tvö ár og það eru því þrjú knattspyrnusambönd að halda keppnina.

Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppni sögunnar enda fjölgar þátttökuþjóðum um sextán frá síðasta HM í Katar. Það kallar á alls konar nýjungar í leikjadagskránni sem gerir þessa útgáfu fróðlegri en ella.

Mesta spennan er samt í kringum það hvar úrslitaleikurinn fer en ljóst er að hann fer fram í Bandaríkjunum. Nú stendur valið á milli tveggja risastórra NFL-leikvanga eða AT&T Stadium í Texas og MetLife Stadium í New Jersey.

Báðar borgir hafa staðið í harðri kosningabaráttu til að hreppa hnossið. Þegar HM fór fram síðast í Bandaríkjunum fór úrslitaleikurinn fram á Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu.

Fjölmiðlar hafa slúðrað um það að það væri búið að velja AT&T Stadium í Arlington í Texas fylki sem er heimavöllur Dallas Cowboys liðsins. Samkvæmt upplýsingum ESPN hefur hvorugum aðilanum þó verið tilkynnt um slíkt.

Þetta verður fyrsta heimsmeistarakeppnina með 48 þjóðum og því verða sextán leikvellir notaðir í keppnina. Borgirnar sem fá leik eru Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle í Bandaríkjunum; Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey Mexíkó og svo Toronto og Vancouver í Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×