Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2024 19:21 Frá fundi breiðfylkingar félaga innan ASÍ og SA hjá ríkissáttasemjara hinn 3. janúar síðast liðinn.Í Stöð 2/Einar Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarnar vikur hefur verið gengið út frá krónutöluhækkunum launa í samningum til þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa nú lagt fram hugmyndir um blandaða leið og að tillit verði tekið til launaskriðs sem muni verða, þar sem krónutöluhækkanir væru einnig í raun hlutfallsleg hækkun launa. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir samninganefnd breiðfylkingarinnar hittast á morgun þar sem ef til vill verði tekinn ákvörðun um að vísa deilunni við SA til ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki lengur samþykkja það kostnaðarmat sem unnið hafi verið út frá í viðræðunum. „Sem er þá kostnaðarmat sem rammast innan væntinga Seðlabankans. Til þess að hér sé hægt að fara í bæði vaxtalækkunarferli og vinna gegn verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Á þessari mynd sést hvernig 30 þúsund króna launahækkun kemur út hlutfallslega fyrir mann með 400 þúsund krónur í laun annars vegar og eina milljón hins vegar.Grafík/Sara Það gefur augaleið að þegar laun hækka í krónum en ekki prósentum að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en þau hærri. Þannig myndu 400.000 króna mánaðarlaun sem hækkuðu um þrjátíu þúsund krónur hækka um 7,5 prósent á meðan milljón króna laun hækkuðu um 3 prósent. Samtök atvinnulífsins segja reynsluna sýna að þeir hærra launuðu sæki sér mismuninn með launaskriði. Þetta telur SA að taka þurfi inn í kostnaðarmatið. „Þetta er í rauninni svívirðilegt að nálgast málið með þessum hætti. Að ætlast til að fólk á almennum vinnumarkaði, millitekjuhópar og láglaunafólk, taki á sig væntanlegar hækkanir hæstlaunuðu hópanna. Þetta er fordæmalaust,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningsaðila hafa sameiginlegt markmið um minni verðbólgu og lækkun vaxta.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir að til að ná fram markmiðum um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta verði allir að hugsa tölur með öðrum hætti en áður. „Það er gagnkvæmur skilningur allra samningsaðila um mikilvægi þess að lægstu launin hækki hlutfallslega umfram almennar launahækkanir,“segir framkvæmdastjórinn. Markmiðin væru sameiginleg og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki slitið viðræðum við breiðfylkinguna. „Það eru akkúrat þessi sameiginlegu markmið okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að gera langtíma, skynsama kjarasamninga sem er innistæða fyrir til að ná niður verðbólgunni. Svo það sé hægt að lækka hér stýrivexti sem valda því að við þurfum núna og erum einmitt að takast á um útreikninga og aðferðafræði. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að það þurfa allir að axla ábyrgð,“ segir Sigríður Margrét. Formaður VR vonar að Samtök atvinnulífsins dragi í land. Annars þurfi að taka afstöðu til þess að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og eða leggja fram nýja kröfugerð sem taki ekki endilega mið af markmiðum um minni verðbólgu og lækkun vaxta. Vinna aðila vinnumarkaðarins með stjórnvöldum hljóti að vera í uppnámi. „Þetta er bara staðan. Við getum ekki farið á fjórar fætur gagnvart atvinnulífinu sem hefur malað gull síðustu ár. Alla vega flest fyrirtæki. Til að bera ein þennan stöðugleika á okkar herðum. Það þurfa allir að taka þátt og eins og staðan er í dag eru Samtök atvinnulífsins ekki tilbúin í þá vegferð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27 Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36 Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18. janúar 2024 10:27
Strand í viðræðum um krónutöluhækkun Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 18. janúar 2024 09:36
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?