Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_05 (3)

Það er full ástæða til að stjórnvöld skoði sérstaka lagasetningu fyrir Grindavík vegna nýliðinna atburða að mati forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem telja að ekki verði hægt að búa í bænum á næstu misserum, árum eða jafnvel áratugum.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og heyrum jafnframt í formönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem eru sammála um að leysa eigi Grindvíkinga undan húseignum sínum. Þá verður rætt við fjármálaráðherra í beinni um þetta ákall og aðgerðir stjórnvalda.

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, mætir einnig í myndver og fer yfir mögulegar sviðsmyndir á Reykjanesskaga.

Við ræðum einnig við sérfræðing hjá Samgöngustofu vegna fjölda banaslysa á árinu en þau hafa ekki verið fleiri á jafn stuttum tíma frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum.

Auk þess kíkir Magnús Hlynur í fjárhúsið þar sem þrír kiðlingar eru komnir í heiminn og í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir í Góða hirðinn og kynnir sér dýrgripina sem þar leynast.

Kvöldfréttir á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×