Næsti bikarleikur Manchester United verður í Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Leikmenn Newport County fagna einu marka sinna í gær. Getty/Mike Hewitt Velska liðið Newport County tryggði sér heimaleik á móti stórliði Manchester United í enska bikarnum með 3-1 sigri á Eastleigh í aukaleik í gærkvöldi. Það var vitað fyrir leikinn að United myndi mæta sigurvegaranum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. The journey continues @NewportCounty booked their spot in the #EmiratesFACup fourth round with a 3-1 victory over a resilient @EastleighFC side pic.twitter.com/Gm3YE2iHmp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2024 Aaron Wildig, varnarmaðurinn James Clarke og markaskorarinn Will Evans skoruðu mörk liðsins í leiknum. Newport County spilar i ensku d-deildinni og er eins og er bara í sautjánda sæti hennar með 34 stig og aðeins 9 sigra í 27 leikjum. Sjónvarpstekjur af komandi leik við United munu reynast Newport County vel en það er talið að félagið græði um fjögur hundruð þúsund pund á leiknum eða tæpar sjötíu milljónir króna. „Þetta leikur í fjórðu umferð bikarsins á móti Manchester United sem er að mínu mati stærsta félagið í þessu landi sem og í öllum heiminum,“ sagði Graham Coughlan, knattspyrnustjóri Newport County. Newport County manager Graham Coughlan says facing Manchester United in the FA Cup fourth round will be the biggest game in the club's history!#BBCFootball pic.twitter.com/bVN29ioHg9— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2024 Leikur liðanna fer fram á Rodney Parade sunnudaginn 28. janúar. Leikvangurinn tekur aðeins tæplega átta þúsund manns og það verður því örugglega hart barist um miðana. Newport er 160 þúsund manna borg í suður Wales, norðaustur af Cadiff. Velska liðið hefur náð óvæntum úrslitum í enska bikarnum í gegnum tíðina á vellinum og sló meðal annars út Leicester City og Middlesbrough auk þess að gera jafntefli við Tottenham Hotspur. Síðasti stórleikur liðsins í bikarnum var á móti Manchester City í fimmtu umferð bikarsins 2019 þegar liðið var bara 2-1 undir á 88. mínútu en tapaði sína 4-1 eftir tvö mörk City manna í lokin. We prepared two front pages for today's @southwalesargus as we were pushing our deadline to cover @NewportCounty's #FACup clash last night. I'm very pleased we could run with plan A this morning. Bring on @ManUtd! #BuyAPaper pic.twitter.com/HOF6IGxYwT— Gavin Thompson (@gavin_thompson1) January 17, 2024 View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Það var vitað fyrir leikinn að United myndi mæta sigurvegaranum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. The journey continues @NewportCounty booked their spot in the #EmiratesFACup fourth round with a 3-1 victory over a resilient @EastleighFC side pic.twitter.com/Gm3YE2iHmp— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 17, 2024 Aaron Wildig, varnarmaðurinn James Clarke og markaskorarinn Will Evans skoruðu mörk liðsins í leiknum. Newport County spilar i ensku d-deildinni og er eins og er bara í sautjánda sæti hennar með 34 stig og aðeins 9 sigra í 27 leikjum. Sjónvarpstekjur af komandi leik við United munu reynast Newport County vel en það er talið að félagið græði um fjögur hundruð þúsund pund á leiknum eða tæpar sjötíu milljónir króna. „Þetta leikur í fjórðu umferð bikarsins á móti Manchester United sem er að mínu mati stærsta félagið í þessu landi sem og í öllum heiminum,“ sagði Graham Coughlan, knattspyrnustjóri Newport County. Newport County manager Graham Coughlan says facing Manchester United in the FA Cup fourth round will be the biggest game in the club's history!#BBCFootball pic.twitter.com/bVN29ioHg9— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2024 Leikur liðanna fer fram á Rodney Parade sunnudaginn 28. janúar. Leikvangurinn tekur aðeins tæplega átta þúsund manns og það verður því örugglega hart barist um miðana. Newport er 160 þúsund manna borg í suður Wales, norðaustur af Cadiff. Velska liðið hefur náð óvæntum úrslitum í enska bikarnum í gegnum tíðina á vellinum og sló meðal annars út Leicester City og Middlesbrough auk þess að gera jafntefli við Tottenham Hotspur. Síðasti stórleikur liðsins í bikarnum var á móti Manchester City í fimmtu umferð bikarsins 2019 þegar liðið var bara 2-1 undir á 88. mínútu en tapaði sína 4-1 eftir tvö mörk City manna í lokin. We prepared two front pages for today's @southwalesargus as we were pushing our deadline to cover @NewportCounty's #FACup clash last night. I'm very pleased we could run with plan A this morning. Bring on @ManUtd! #BuyAPaper pic.twitter.com/HOF6IGxYwT— Gavin Thompson (@gavin_thompson1) January 17, 2024 View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira