Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 08:36 25 ára gamall karlmaður frá Kósovó er talinn hafa stungið 23 ára gamla alsírska konu til bana til að hjálpa annarri, 24 ára gamalli þýsk-írakskri, að flýja undan oki fjölskyldu sinnar. Getty/Cornelia Hammer Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07